Fróðleikur


 • Parket

  Löng reynsla okkar í sölu á parketi gerir okkur kleift að aðstoða kaupendur við val á rétta gólfinu með aðstoð mynda og sýnishorna. 

  Náttúruleg fegurð, kvistir, mynstur og litabreytingar eru eðilegir eiginleikar viðarins. Það fer eftir smekk hvers og eins hversu mikill breytileikinn á að vera. Viltu fá líflegt, sveitalegt gólf? Eða gólf með jafnari tón sem hefur rólegra yfirbragð?

  Viðartegundir eru misharðar frá náttúrunnar hendi. Í rými þar sem umgangur er mikill er best að velja einhverja af harðari viðartegundum.

  Parketi er yfirleitt skipt upp í eftirtalda tvo flokka:

  1. Lagskipt / Krosslímt parket

  2. Gegnheilt parket

   

  Hafið í huga að þegar búið er að leggja gólfborðin er litið svo á að kaupandinn sé sáttur við kaupin. 

   

  Iðnaðarmenn parket

  Birgisson mælir með eftirfarandi iðnaðarmönnum:

  Nafn                                        Netfang                            Fyrirtæki                     GSM Sími

  Benedikt Á. Guðmundsson   hornihorn@simnet.is        Horn í Horn ehf             899 6797

  Bryngeir Jónsson                    parketgaedi@simnet.is      Parketgæði ehf               893 9131

  Erlendur Þór Ólafsson           elli@golfthjonustan.is        Gólfþjónusta Íslands     897 2225

  Gísli Stefánsson                       beykir@simnet.is                Beykir ehf                       892 8656

  Hjálmar Guðmundsson         hgoghinir@simnet.is          HG og hinir ehf              893 7763

  Óskar Sigurbjörnsson            rasko@internet.is                Byggðarholt ehf             696 7696

  Jón Einarsson                          jarlj@simnet.is                     Stafgólf ehf                     896 2700

  Klemenz R. Júlínusson          klemenz@vortex.is              K.J. Parketþjónustan    898 3104

  Logi Már Einarsson                alparkehf@torg.is                Alpark ehf                       893 6560

  Ríkharður Rúnarsson             parketslipari@gmail.com  Parketsmiðjan ehf         899 4335

  Rúnar Þorsteinsson                 runar@fip.is                        Rúnar Þorsteinsson      897 0922

  Sigurfinnur Þorsteinsson        finnur@fip.is                       Stigar og gólf ehf           898 2632

   

  Kährs gæðaviður síðan 1857

  Kährs er staðsett í Nybro, í hjarta skóglendisins í suðurhluta Svíþjóðar, á sama stað og allt byrjaði fyrir rúmum 150 árum. Árið 1857 hóf Johan Kähr rekstur lítils rennismíðaverkstæðis og byrjaði að framleiða hluti úr timbri fyrir bændur  nágrenninu.
  Í dag er Kährs samstæðan stærsti framleiðandi viðargólfa í Evrópu og í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sviði nýsköpunar í timburvinnslu. Löng hefð handbragðs og mikill áhugi á hönnun og nýrri tækni hefur tryggt okkur forystu í þróun nútíma viðargólfa.

  Fjórar Kähr kynslóðir. Gustaf Kähr (aftar til vinstri),
  Johan Kähr (aftar til hægri),
  Olof Kähr (framar til vinstri), Johan Kähr (situr).

   

  „Kährs – Fann upp viðargólf nútímans“

  Árið 1941 var Kährs veitt einkaleyfi fyrir lagskiptum gólfefnum. Það var fyrsta samsetta viðargólfið. Þessi lagskipting gerði gólfið stöðugra og gerði mönnum kleift að nota hráefnið með umhverfisvænni hætti. Samanborið við gegnheil viðargólf, er Kährs samsetningin 75% stöðugri, hún verpist ekki, bognar né springur, jafnvel þegar hitastig og rakastig breytist eftir árstíðum. Í dag, 70 árum síðar, er þetta enn viðtekin samsetningaraðferð hjá flestum framleiðendum viðargólfa. Gegnheil gólf og lagskipt gólf eru búin til með tveimur mismunandi aðferðum. Eins og á við um flest gegnheil viðargólf, má fá fagmenn til að slípa og endurnýja yfirborð Kährs viðargólfs minnst tvisvar á líftíma þess. Í hverju tilviki fyrir sig felast mörkin í þykktinni frá yfirborðinu að viðarlæsingunni.

   

  Ný viðarlæsing fyrir sterkari gólf og fljótlegri lagningu

  Árið 2000 var Kährs fyrstur framleiðenda viðargólfa til að kynna límlaust kerfi við lagningu viðarborða, Woodloc® lagnakerfið, sem var bylting á markaðnum. Woodloc® lagnakerfið gerði í fyrsta sinn kleift að raða viðarborðum saman án þess að nota lím. Auk þess að vera fullkomin með nánast ósýnilegum samskeytum, er lagningin fljótleg og einföld. Falleg samskeyti skipta einnig miklu máli varðandi endingu. Niðurstaðan er sú að engin bil eru á milli viðarborðanna þrátt fyrir hitabreytingar á heimilinu en það gerir allt viðhald mun auðveldara. Með nýjunginni Woodloc® 5s, höfum við tekið límlausa lagningakerfið skrefinu lengra þannig að nú er enn fljótlegra að leggja gólf sem er þar að auki mun sterkara.

   

  Fegurð með samvisku

  Viðargólf er snjallt og grænt val

  Val á viðargólfi sýnir ábyrgð í umhverfismálum. Val á gólfi frá Kährs er jafnvel enn snjallari og grænni kostur. Kährs er einn elsti framleiðandi viðargólfa. Hann er einnig einn þeirra fremstu í nýsköpun. Margar nýjungar okkar eru sprottnar af metnaði til að stuðla að betri umhverfi, eins og þegar lagskipt viðargólf var fyrst kynnt árið 1941.

  Allir manngerðir hlutir hafa áhrif á umhverfið. Til að vinna á móti þessum áhrifum hefur Kährs tekið upp vistvæna nálgun sem á við um allt sem þeir gera. Viðurinn sem þeir nota er næstum allur frá Norðurlöndum og Evrópu, þar sem vöxtur er langt umfram uppskeru. 

  Birgjar Kährs eru valdir meðal fyrirtækja sem hafa FSC (Forest Stewardship Council) eða PEFC (Program to the Endorsement of Forest Certification) vottorð eða jafngildi þeirra. Kährs gerir einnig þá kröfu til birgja sinna að þeir skrifi undir starfsreglur Sameinuðu þjóðanna fyrir birgja og samninga Alþjóðavinnumálastofunarinnar (ILO). 

  Lagskipta samsetningin gerir Kährs kleift að nýta til fulls hvern trjábol, þannig að þeir þurfa minna efni en við framleiðslu gegnheils viðgargólfs. Þetta ásamt fleiri aðgerðum varð til þess að Kährs hlaut ISO 14001 vottun um umhverfisstjórnun árið 1997. Það er einmitt slík hollusta sem gerir Kährs kleift að skapa og framleiða gólfefni sem eru ekki aðeins falleg heldur stuðla einnig að velferð komandi kynslóða. 

   

  Gæði sem taka tillit til náttúrunnar
  Skuldbinding okkar um gæði og umhverfisvernd er sem rauður þráður í öllu framleiðsluferli okkar. Hún hefst með vali á besta hráefninu. Þetta tekst okkur með stuðningi rúmlega 3000 timburbirgja sem hafa sömu markmið og við. Ríflega 70% þess hráefnis sem við notum vex í innan við 160 km fjarlægð frá verksmiðju okkar.

   

  Þrif á parketi

  Lakkað parket og trégólf
  Daglega er best að þrífa með þurrþveglum eða ryksuga. Ef ryksuga er notuð þarf að gæta þess að burstinn sé heill og óskemmdur. Öðru hverju er nauðsynlegt að þvo gólfið. Það er óhætt að bleyta parketið, en varast ber að hafa tuskuna rennandi blauta og þurrka fljótt á eftir. Gætið þess að á lakkað parket á aðeins að nota sápur sem ætlaðar eru fyrir lökkuð parketgólf, Floorex POLY CARE eða sambærilegt. Fáið rétta sápu hjá parketmanninum. Ekki skal nota feitar sápur sem ætlaðar eru á lútuð eða olíuborin viðargólf til að þrífa lakkað parket. Þannig sápur skilja eftir sig fituhúð á gólfinu þannig að það lítur út fyrir að vera óhreint.

  Olíuborið parket og trégólf
  Olíuborið parket ætti helst ekki að þvo fyrsta mánuðinn eftir að það hefur verið olíuborið. Vitaskuld getur þurft að þvo fyrr en þá skal gæta þess að nota eins lítið vatn og mögulegt er og helst ekki sápu. Daglega er best að þrífa með þurrþveglum eða ryksuga. Ef ryksuga er notuð þarf að gæta þess að burstinn sé heill og óskemmdur. Öðru hverju er nauðsynlegt að þvo gólfið. Það er óhætt að bleyta olíuborið parket eftir fyrsta mánuðinn, en varast ber að hafa tuskuna rennandi blauta og þurrka fljótt á eftir. Olíuborið parket á aðeins að þvo með feitum sápum, t.d. grænsápu eða sápum sem sérstaklega eru framleiddar fyrir olíuborin eða lútuð parketgólf. Gætið þess að nota aldrei sterka sápu eða hreingerningarlög á olíuborið parket. Gæta þarf þess að endurolíubera eða vaxbera olíu/vaxborin parketgólf. Hjá okkur fáið þið allt sem til þarf.

   

  Nátturlegar breytingar á viði

  Viður verður fyrir litabreytingum í eðlilegu sólarljósi. Eins og á við um allar nattúruvörur sem gerðar eru úr viði er búist við þessum breytingum og þær taldar æskilegur þáttur í fegurð og sérstöðu viðargólfa. Ef teppi og húsgögn eru færð til með reglulegu millibili er unnt að forðast skörp skil milli svæða á gólfinu sem birtan skín á og svæða sem hafa verið í skugga. 

   

  Hiti í gólfi

  Viðargólf henta mjög vel þar sem hiti er í gólfi að því tilskildu að þau séu lögð eins og ráðlagt er, með réttu undirlagi o.s.frv. Hafið í huga að yfirborðshiti frágengis gólf má aldrei fara yfir 27° á hverjum stað. 

   

  Fróðleikur um parket

  „Kährs – Fann upp viðargólf nútímans“

  Árið 1941 var Kährs veitt einkaleyfi fyrir lagskiptum gólefnum. Það var fyrsta samsetta viðargólfið. Þessi lagskipting gerði gólfið stöðugra og gerði fólki kleift að nota hráefni með umhverfisvænni hætti. Samanborið við gegnheil viðargólf er Kährs samsetningin 75% stöðugri, hún verpist ekki, bognar né springur, jafnvel þegar hitastig og rakastig breytist eftir árstíðum. Í dag, 70 árum síðar, er þetta enn viðtekin samsetningaraðferð hjá flestum framleiðendum viðargólfa.

  Gegnheil gólf og lagskipt gólf eru búin til með tveimur mismunandi aðferðum. Eins og á við um flest gegnheil viðargólf, má fá fagmenn til að slípa og endurnýja yfirborð Kährs viðargólfs minnst tvisvar á líftíma þess. Í hverju tilviki fyrir sig felast mörkin í þykktinni frá yfirborðinu að viðarlæsingunni.

   

  Ræsting og viðhald:

  Lakkað parket og trégólf

  Daglega er best að þrífa með þurrþveglum eða ryksuga. Ef ryksuga er notuð þarf að gæta þess að burstinn sé heill og óskemmdur. Öðru hverju er nauðsynlegt að þvo gólfið. Það er óhætt að bleyta parketið, en varast ber að hafa tuskuna rennandi blauta og þurrka fljótt á eftir. Gætið þess, að á lakkað parket á aðeins að nota sápur sem ætlaðar eru fyrir lökkuð parketgólf, Floorex POLY CARE eða sambærilegt. Fáið rétta sápu hjá parketmanninum. Ekki skal nota feitar sápur sem ætlaðar eru á lútuð eða olíuborin viðargólf til að þrífa lakkað parket. Þannig sápur skilja eftir sig fituhúð á gólfinu þannig að það lítur út fyrir að vera óhreint.

  Olíuborið parket og trégólf

  Olíuborið parket ætti helst ekki að þvo fyrsta mánuðinn eftir að það hefur verið olíuborið. Vitaskuld getur þurft að þvo fyrr en þá skal gæta þess að nota eins lítið vatn og mögulegt er og helst ekki sápu. Daglega er best að þrífa með þurrþveglum eða ryksuga. Ef ryksuga er notuð þarf að gæta þess að burstinn sé heill og óskemmdur. Öðru hverju er nauðsynlegt að þvo gólfið. Það er óhætt að bleyta olíuborið parket eftir fyrsta mánuðinn, en varast ber að hafa tuskuna rennandi blauta og þurrka fljótt á eftir. Olíuborið parket á aðeins að þvo með feitum sápum, t.d. grænsápu eða sápum sem sérstaklega eru framleiddar fyrir olíuborin eða lútuð parketgólf. Gætið þess að nota aldrei sterka sápu eða hreingerningarlög á olíuborið parket. Gæta þarf þess að endurolíubera eða vaxbera olíu/vaxborin parketgólf. Hjá okkur fáið þið allt sem til þarf.

   

  Spurningar og svör um parket:

  Gamla parketið mitt er orðið svo ljótt, það eru komnir í það svartir blettir. Er það ekki orðið ónýtt? Ef blettirnir stafa af því að lakkið er slitið af og óhreinindi hafa litað efsta borð viðarins þá hverfur það í langflestum tilfellum við slípun. Ef blettirnir stafa hins vegar af því að vatn hefur komist undir parketið, t.d. við leka, getur þurft að skipta um þann hluta af gólfinu sem er skemmdur. Oftast er hægt að gera gólfið sem nýtt aftur.

  Fer ekki allt á kaf í ryk þegar ég læt slípa parketið? Fagmenn í parketlögnum nota vélar sem ryka mjög lítið. Ef rykpokinn er tæmdur oft þá rykast lítið. Þó geta aðstæður verið þannig að ekki verði komist hjá ryki t.d. slípun á stiga eða þar sem mjög þröngt er og pokarnir rekast í veggina. Við venjulegar aðstæður kemur hins vegar lítið ryk.

  Mig langar til að breyta um lit á parketinu, er það hægt ? Það er auðvelt að bæsa parketið ef þess er óskað með Floorex parketbæsi. Hægt er að lakka eða olíubera ofan á bæsinn.

  Hvort er betra sem yfirborðsmeðhöndlun á parketi, olía eða lakk? Hvort tveggja er gott. Lakkað gólf þarf oftast nær ekki að hugsa um að endurlakka fyrr en eftir u.þ.b. fimm til tíu ár í íbúðarhúsnæði en mun oftar ef um er að ræða dansgólf eða gólf á verslunum og vinnustöðum. Olíuborið gólf þarf oftast nær að endurolíubera á hálfs til tveggja ára fresti. Olíuborin gólf henta illa þar sem berst inn mikil bleyta eða þar sem oft þarf að þvo.

  Ef ég læt olíubera parketið get ég þá skipt um skoðun og látið slípa og lakka? Já, flestar hefðbundnar parketolíur er hægt að slípa af og lakka í staðinn.

  Hve oft er hægt að slípa spónlagt parket? Flestar gerðir af spónlögðu parketi eru með 3,5 – 4 mm spón. Það er alltaf hægt að slípa tvisvar, stundum þrisvar.

  Eru leysiefnasnauð lökk (vatnslökk) jafngóð og þynnislökk? Já, í flestum tilfellum eru dýrari (poly-úreþan) gerðir af leysiefnasnauðum lökkum jafngóðar og þynnislökk. Vatnslökk eru oft áferðarfallegri en viðkvæmari fyrir rispum og nuddi. Slitþolið er oftast nær svipað eða jafngott. Athugið að mikilvægt er að nota réttan hreingerningalög.

  Hvort er betra, venjulegt parket eða gegnheilt? Hvort tveggja hefur sína kosti. Venjulegt spónlagt parket er fljótlegt að leggja, endist vel og þarf í flestum tilfellum ekki að lakka eftir lögn. Gegnheilt parket er „orginal” parket, samskonar og lagt hefur verið á allar meiriháttar byggingar í margar aldir. Úreldist aldrei, fer aldrei úr tísku. Þú getur valið úr ótal viðartegundum, yfirborðsmeðhöndlun og munstrum.

   

  Harka viðartegunda

  Hörkutafla – nokkrar algengar viðartegundir. Janka skali – pund á fertommu (PSI)

  Tafla um samanburð loftraka og viðarraka

  Prósentutölurnar sýna loftraka. Tölurnar fyrir neðan sýna samsvarandi raka í parketi við sama loftrakastig. Tölurnar eru miðaðar við norður ameríska hvíta eik.

  Loftraki samanborið við viðarraka 20 gr. C.

  20% 25% 30% 35% 40% 45% 50% 55% 60% 65% 70% 75% 80%
  4,6   5,5   6,3   7,1   7,9   8,7   9,5   10,3   11,2  12,3  13,4  14,8  16,4

   

  Til athugunar áður en gegnheilt gólf er lagt

  Þegar leggja skal gegnheil plankagólf er mjög mikilvægt að öllum leiðbeiningum sé fylgt út í æsar. Þeir sem vilja leggja á sig það aukaumstang sem því fylgir að leggja gegnheil gólf, fá í staðinn tilfinninguna fyrir því að vera með alvöru gólf sem getur enst í margar aldir en ekki „ódýra” eftirlíkingu.

   

  Veðurfar og loftraki

  Gegnheill viður er lifandi efni sem dregst saman eða þrútnar út við mismunandi rakastig. Meðalloftraki á Íslandi er frekar lítill miðað við suðlægari breiddargráður. Meðalraki á veturna í íbúðarhúsnæði er í kringum eða undir 40% en á sumrin rúmlega 50%. Á sumrin í rigningartíð getur loftrakinn farið upp í 60-80% en í frostaköflum á veturna getur hann farið niður í 20-30%. Sem betur fer tekur það viðinn þó nokkurn tíma að taka til sín eða losa sig við raka og sjaldan standa svona öfgar í veðrinu mjög lengi í einu. Hafa skal einnig í huga að því breiðari sem plankarnir eru, því meiri verður breiddarmunurinn á plönkunum við breytingar á loftraka. Rakabreytingarnar í viðnum er hægt að minnka verulega með því að passa vel að olíubera gólfin eða lakka. Einnig hjálpar rakasperra undir gólfinu mikið. Nauðsynlegt getur verið að hafa rakatæki í gangi yfir þurrasta tímann á veturna, það er ekki aðeins gott fyrir gólfið, heldur ekki síður íbúa hússins. Aldrei er þó hægt að koma alveg í veg fyrir hreyfingu í viðnum og gegnheilt plankagólf á heldur ekki að vera dautt eins og plastparket, það geta komið rifur á milli borða á veturna sem lokast svo venjulega á sumrin. Þetta gefur gólfinu ákveðin karakter sem eykur á gildi þess.

   

  Áður en plankagólfið er lagt

  Aðalatriðið er að rakinn í viðnum passi við rakastigið í húsinu þar sem á að leggja gólfið. Plankarnir okkar eru þurrkaðir í 8,0% (+/- 2,0%), sem samsvarar u.þ.b. 45% loftraka. Mikilvægast er því að vera viss um að allar aðstæður, þar sem leggja á gólfið, séu eins og best verður á kosið. Því er nauðsynlegt að eftirfarandi atriði séu í lagi. Áður en gólfið er lagt er nauðsynlegt að húsið hafi verið upphitað með jöfnum hita 20-22° í a.m.k. 6 vikur. Einnig að öllu múrverki og steypuvinnu hafi verið lokið fyrir þann tíma, frágangur glugga og hurða sé endanlegur og loftrakinn sé að meðaltali milli 40 og 50%. Ef líma á gólfið niður á steypu eða flot þarf að vera öruggt að allur raki sé horfinn úr undirgólfinu. Algengt er að það taki 8-12 mánuði fyrir steypt gólf að fullþorna. Ef vafi leikur á því hvort steypan/flotið hafi fullþornað skal rakamæla gólfið. Ekki er hægt að treysta venjulegum viðnámsrakamæli í öllum tilfellum og er því best að láta RB (Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins) eða sambærilegan aðila rakamæla gólfið. Ef ætlunin er að leggja plankana á gólfbita eða krossvið/spónaplötur er best að nota þolplast sem rakasperru undir gólfið. Við mælum með því að nota einnig rakasperru (poly-úreþan eða epoxý) á steypt gólf þó að þau séu orðin þurr. Það minnkar hættuna á hreyfingu í viðnum. Það er einnig mikilvægt að undirgólfið sé slétt. Til að mæla hvort gólfið sé nógu slétt skal leggja 2 metra réttskeið á gólfið. Það á ekki að vera meira en 1,5 mm hæðarmunur á 2 metrum. Ef munurinn er meiri þarf að flota eða fræsa niður hryggi. Ef líma skal parketið niður er ekki síður mikilvægt að yfirborðið á steypunni sé sterkt. Best er að gera prufur með því að líma niður búta af plönkum á nokkrum stöðum á gólfinu, láta harðna yfir nótt og rífa síðan upp. Það á að vera mjög erfitt að ná bútunum upp og ef límingin er góð kemur hluti af pússningunni/flotinu með. Mikilvægt er að límið sem notað er sé til þess ætlað að líma plankagólf. Fáið umsögn frameiðanda/seljanda. Notið aldrei lím sem inniheldur vatn. Alltaf skal vera a.m.k. 15 mm bil við alla veggi, súlur eða aðrar fastar hindranir. Þetta gildir um öll trégólf. Sé gólfið breiðara en 8 metrar skal mynda þenslurauf sem er a.m.k. 1 mm fyrir hvern metra gólfs.

   

  Gólfhiti

  Við ráðleggjum að nota 16 mm stafaparket þar sem hiti er í gólfum. Allar sömu reglur gilda þar sem gólfhiti er og um venjuleg gólf. Mjög mikilvægt er, að hitinn í gólfunum, áður en plankarnir eru lagðir, sé og hafi verið í a.m.k. 6 vikur, sá sami og á að vera í húsinu eftir að flutt er inn. Hitinn í gólfunum skal vera stilltur þannig að hann fari aldrei upp fyrir 28 °C. Einum sólahring áður en leggja á gólfið skal slökkva á gólfhitanum eða lækka niður í 20-22 °C. Gæta þarf þess þó, ef um vetrartíma er að ræða, að hafa annan hitagjafa á meðan þannig að lofthitinn fari ekki niður fyrir 18°C meðan á gólflögninni stendur.

   

  Lögn á bita (lektur)

  Ef lagt er á lektur skulu lekturnar vera minnst 50 x 60 mm úr valinni þurrkaðri furu. Ef lekturnar geta ekki verið í einu lagi skulu samskeytin vera löskuð á báðum hliðum og límd saman. Fjarlægð á milli bita skal ekki vera meira en 60 cm í íbúðarhúsnæði en 40 cm eða minna í atvinnuhúsnæði. Lekturnar eru síðan stilltar í hæð með fleygum sem bæði límast og neglast. Ef lagt er á bita getur þurft að hefla niður hæðir eða bæta á til að jafna hæð bitanna. Hæðarmunur má ekki vera meiri en 2 mm á 2 metrum. Plankarnir eru síðan skúfaðir með Monta-flex skrúfum t.d. 4,2 x 50-70 mm eða sambærilegum. Skrúfa skal í hverja lektu/bita. Gæta skal þess að aldrei séu endasamskeyti hlið við hlið í sama lektu/bita bili. Aldrei má líma plankana saman í nót og tappa. Mikilvægt er að bitar/lektur hafi sama rakastig og plankarnir. Leggja skal rakasperru ofan á bitana og undir gólfið (þolplast 0,20).

   

  Lögn á gamalt trégólf

  Ef ætlunin er að leggja planka á trégólf sem fyrir er skal leggja plankana þvert á stefnu gólfsins sem fyrir er. Ef það er af einhverjum orsökum æskilegt að nýja gólfið hafi sömu stefnu og það gamla skal leggja 12 mm krossvið ofan á gamla gólfið og skrúfa niður. Millibil á milli skrúfa skal ekki vera minna en 40 cm. Að sjálfsögðu skal gæta þess að ekki séu mishæðir á undirgólfinu sem eru yfir 2 mm á 2 metrum. Plankarnir eru síðan skrúfaðir á sama hátt og ef um lögn á lektur/bita væri að ræða. Fylgið leiðbeiningunum hér að neðan hvar byrja skal lögnina. Ef gólfið er breiðara en 4 metrar skal byrja eins og að neðan er sýnt. Ef gólfið er mjórra má byrja við annan vegginn og leggja allt gólfið í sömu átt.

  Sameining náttúru og hönnunar

   

   

  Burstað, fasað, mætt, matt eða háglansandi. Við hjá Kährs bætum nútímalegum eiginleikum við hefðbundin viðargólf og notum til þess tækni sem dregur fram breidd og karakter. Gólfin okkar eru fáanleg í miklu úrvali umhverfisvænna viðartegunda, allt frá náttúrulegri áferð og litbrigðum til kvista og hnúska, eiginleikar viðarins skipta jafn miklu máli fyrir heildaryfirbragðið og stærð borðanna. Við bjóðum einnig upp á látlaus en stílhrein gólf, úr einsleitum viðartegundum með litlum lita og mynsturbrigðum og sléttri áferð.

  Háglans áferð
  – Skínandi. Háglans áferðin gefur gólfinu glansandi og fægða áferð sem dregur fram fegurð viðartegundarinnar sem fyrir valinu verður. Þessi vernd tryggir að það verður fallegt þrátt fyrir hversdagslegan ágang.

   

   

  Silkimött áferð
  – Silkimjúkt. Silkimatta áferðin magnar eiginleika viðarins og dregur fram náttúrulega áferð hans. Hún eykur líka endingu gólfsins og auðveldar þrif. Jafnframt er áferðin ein sú þynnsta sem völ er á þannig að hún hylur ekki náttúrulegan ljóma viðarins.

   

   

  Mött áferð
  – Fágun. Matta áferðin hefur þau áhrif að gólfið virðist úr ómeðhöndluðum viði eða er með náttúrulega olíuborna áferð. Mjúkt náttúrulegt yfirborðið er afar notalegt viðkomu og fer vel undir fæti. Mött áferð er jafn endingargóð og auðveld að þrífa og silkimatta áferðin.

   

   

  Olía
  – Þægileg viðkomu. Með olíunni frá Kährs verða gólfin gríðarlega falleg og náttúruleg á sama tíma og olían dregur fram hlýju og fágun sjálfs viðarins. Olían dregur fram áferð og mynstur viðarins og gefur náttúrulegum litnum aukna dýpt. Kährs gólf sem hafa fengið meðferð með olíu er auðvelt að viðhalda með réttri meðferð.

   

   

  Litað og reykt
  Í framleiðslu okkar og hönnunarferlum notum við bæði litun og reykingu til að draga fram náttúruleg litbrigði viðarins og til að skerpa litinn. Gólfin eru fáanleg í miklu litaúrvali, allt frá fölhvítu til dekkstu brún- og svarttóna.

   

   

   

  Burstað
  Með því að bursta yfirborð viðarins köllum við fram náttúrulegan blæ hans og áferð. Burstun fylgir yfirleitt annarskonar yfirborðsmeðhöndlun eins og fasaðar brúnir og litun.

   

   

   

  Handheflað
  Svipmikið yfirborð ljær gólfinu sveitabrag en það er unnið í höndunum með mismunandi áhöldum til að skafa og pússa timbur. Það gefur viðargólfi útlit og áferð gamals gólfs sem tíminn hefur sett svip sinn á.

   

   

   

  Fasaðar og smáfasaðar brúnir
  Fösun brúna á gólfi með eins stafa gólfborðum dregur fram plankalögunina. Með allt frá smáfösun (létt slípun brúna með sandpappír) yfir í svipmeiri fösun allra brúna, gefur þessari hönnun meira sveitayfirbragð og sérstakt útlit.

   

   

 • Harðparket

  Er tiltölulega nýtt á markaðnum og gæði ……………