Sagan


Birgisson ehf

Birgir Þórarinsson og fjölskylda, stofnendur fyrirtækisins hafa rekið fyrirtæki í innflutningi á gólfefnum, hurðum og flísum síðastliðin 25 ár. Á grundvelli þessarar reynslu byggir rekstur Birgisson ehf, með góðum stuðningi erlendra samstarfsaðila til fjölda ára eins og Kährs, Ringo, Ter Hürne og Agrob Buchtal.

Lögð er áhersla á að bjóða gæða vörur á samkeppnishæfu verði sem hafa reynst vel við íslenskar aðstæður.

Sýningarsalur

Í glæsilegum sýningarsal verslunarinnar að Ármúla 8  er fjölbreitt úrval af parketi, flísum og hurðum, allt vörur frá þekktum og virtum framleiðendum. Þar má skoða yfir 80 sýnishorn af parketi, 110 sýnishorn af flísum, 60 sýnishorn af plastparketi og 40 sýnishorn af hurðum, ásamt úrvali af fylgihlutum.

Verið velkomin í verslun okkar Ármúla 8.