Kährs

Gæðaviður síðan 1857. Birgisson ehf er söluaðili Kährs á Íslandi. Verið velkomin í sýningarsal okkar í Ármúla 8 en þar eru til sýnis yfir 80 tegundir af Kährs parketi. Kährs er staðsett í Nybro, í hjarta skóglendisins í suðurhluta Svíþjóðar, á sama stað og allt byrjaði fyrir rúmum 150 árum.

» Bæklingur ( PDF )     » Alþjóðleg heimasíða Kährs

Nánar ..

Árið 1857 hóf Johan Kähr rekstur lítils rennismíðaverkstæðis og byrjaði að framleiða hluti úr timbri fyrir bændur í nágrenninu. Í dag er Kährs samstæðan stærsti framleiðandi viðargólfa í Evrópu og í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sviði nýsköpunar í timburvinnslu. Löng hefð handbragðs og mikill áhugi á hönnun og nýrri tækni hefur tryggt okkur forystu í þróun nútíma viðargólfa. „Kährs – fann upp viðargólf nútímans“ Árið 1941 var Kährs veitt einkaleyfi fyrir lagskiptum gólfefnum. Það var fyrsta samsetta viðargólfið. Þessi lagskipting gerði gólfið stöðugra og gerði mönnum kleift að nota hráefnið með umhverfisvænni hætti. Samanborið við gegnheil viðargólf er Kährs samsetningin 75% stöðugri, hún verpist ekki, bognar né springur, jafnvel þegar hitastig og rakastig breytist eftir árstíðum. Í dag, 70 árum síðar, er þetta enn viðtekin samsetningaraðferð hjá flestum framleiðendum viðargólfa. Gegnheil gólf og lagskipt gólf eru búin til með tveimur mismunandi aðferðum. Eins og á við um flest gegnheil viðargólf, má fá fagmenn til að slípa og endurnýja yfirborð Kährs viðargólfs minnst tvisvar á líftíma þess. Í hverju tilviki fyrir sig felast mörkin í þykktinni frá yfirborðinu að viðarlæsingunni. Woodloc® 5S — Ný viðarlæsing fyrir sterkari gólf og fljótlegri lagningu.