Upplýsingar um parket


„Kährs – Fann upp viðargólf nútímans“

Árið 1941 var Kährs veitt einkaleyfi fyrir lagskiptum gólefnum. Það var fyrsta samsetta viðargólfið. Þessi lagskipting gerði gólfið stöðugra og gerði mönnum kleift að nota hráefni með umhverfisvænni hætti. Samanborið við gegnheil viðargólf, er Kährs samsetningin 75% stöðugri, hún verpist ekki, bognar né springur, jafnvel þegar hitastig og rakastig breytist eftir árstíðum. Í dag, 70 árum síðar, er þetta enn viðtekin samsetningaraðferð hjá flestum framleiðendum viðargólfa.

Gegnhil gólf og lagskipt gólf eru búin til með tveimur mismunandi aðferðum. Eins og á við um flest gegnheil viðargólf, má fá fagmenn til að slípa og endurnýja yfirborð Kährs viðargólfs minnst tvisvar á líftíma þess. Í hverju tilviki fyrir sig felast mörkin í þykktinni frá yfirborðinu að viðarlæsingunni.


WOODLOC 5S
Ný viðarlæsing fyrir sterkari gólf og fljótlegri lagningu

Árið 2000 var Kährs fyrstur framleiðanda viðargólfa til að kynna límlaust kefi við lagningu viðarborða, Woodloc lagnakerfið, sem var bylting á markaðnum. Woodloc lagnakerfið gerði í fyrsta sinn kleift að raða viðarborðum saman án þess að nota lím. Auk þess að vera fullkomin með nánast ósýnilegum samskeytum, er lagningin fljótleg og einföld. Falleg samskeyti skipta einnig miklu máli varðandi endingu. Niðurstaðan er að það eru engin bil á milli viðarborðanna þrátt fyrir hitabreytingu á heimilnu en það gerir allt viðhald mun auðveldara.